Kolbeinn búinn að skrifa undir hjá Nantes

Kolbeinn Sigþórsson með treyju Nantes í dag.
Kolbeinn Sigþórsson með treyju Nantes í dag. Ljósmynd/Nantes

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, er formlega orðinn leikmaður franska 1. deildarliðsins Nantes. 

Kolbeinn kemur frá Ajax í Hollandi þar sem hann hefur spilað síðustu fjögur ár, en hann skrifaði undir fimm ára samning við Nantes í dag. Hann mun klæðast treyju númer 9 hjá franska liðinu.

„Ég var spenntur að klára þetta af og ég er spenntur fyrir nýju verkefni á nýjum stað. Ég veit að ástríðan er mikil hjá stuðningsmönnum félagsins. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig,“ sagði Kolbeinn við heimasíðu félagsins eftir að hafa skrifað undir samninginn.

Talið er að Nantes borgi fyrir Kolbein 450 milljónir íslenskra króna, eða um þrjár milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert