Handsprengja fannst á vellinum

Rajko Mitic leikvangurinn í Belgrad.
Rajko Mitic leikvangurinn í Belgrad. Ljósmynd/Vlada Marinkovic

Skömmu áður en viðureign Rauðu stjörnunnar frá Belgrad og Kairat Almaty frá Kasakstan í forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu hófst í serbnesku höfuðborginni í gærkvöld fannst handsprengja á leikvanginum.

Hún lá á þaki einnar stúkunnar og samkvæmt fréttum var hún ryðguð. Samkvæmt upplýsingum frá serbneska innanríkisráðuneytinu var sprengjan fjarlægð og henni eytt og lögregla rannsakar hvernig hún komst á þennan stað.

Ekki þurfti að fresta leiknum en fyrrverandi Evrópumeistarar Rauðu stjörnunnar eru með bakið upp við vegg því þeir töpuðu 0:2 fyrir Kasökkunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert