Glæsimark dæmt af Arnóri - myndskeið

Arnór Ingvi Traustason í leik með 21-árs landsliði Íslands.
Arnór Ingvi Traustason í leik með 21-árs landsliði Íslands. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Norrköping eru komnir í annað sætið í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir góðan sigur á meistaraliði Malmö í gær, 3:1.

Arnór var einu sinni sem oftar áberandi í liði Norrköping og hafði ekki heppnina með sér á 73. mínútu þegar glæsilegt mark var dæmt af honum - og sennilega hefði það átt að standa því eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði var Keflvíkingurinn samhliða varnarmanni þegar boltinn var sendur á hann. Arnór hóf sóknina og er númer 9.

Markið sem dæmt var af.

Gautaborg er með 32 stig á toppnum, Norrköping er með 30 stig, Elfsborg 27, Djurgården 26 og Malmö 25 í efstu sætum deildarinnar. Bæði Elfsborg og Gautaborg eiga leik inni og spila bæði á útivelli í dag.

Arnór hefur spilað þrettán af fjórtán leikjum Norrköping í deildinni á þessu tímabili og skorað þrjú mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert