Basel að stela Birki?

Birkir Bjarnason í leik gegn Tyrkjum.
Birkir Bjarnason í leik gegn Tyrkjum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason gæti verið á leið til svissenska félagsins Basel. Þetta kemur fram á heimasíðu ítalska blaðamannsins Gianluca Di Marzio í dag.

Þegar mbl.is hafði samband við Birki í dag var kappinn á fundi og gat ekki talað.

Samkvæmt fréttinni velta málin þó ennþá á Torino og Palermo þar sem Birkir vill helst vera áfram á Ítalíu. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Calciomercato.com mun Birkir funda með forráðamönnum Basel í Sviss.

Birkir Bjarnason hefur verið sterklega orðaður við Torino sem og Palermo undanfarnar vikur en hann lék frábærlega með Pescara á liðnu tímabili og skoraði 12 mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 42 leikjum og komst ásamt liðinu í umspil í um sæti í Seríu A.

Basel hefur verið svissneskur meistari fimm ár í röð og spilar reglulega í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og undirbýr sig á fullu fyrir nýtt keppnistímabil en fyrsti leikur liðsins er þann 19. júlí næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert