Muna þetta korter um aldur og ævi

Byrjunarlið bandarísku heimsmeistaranna.
Byrjunarlið bandarísku heimsmeistaranna. AFP

Í fyrrakvöld mættust Bandaríkin og Japan í úrslitaleik heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta í Vancouver í Kanada. Fyrir leik voru Kanar álitnir sigurstranglegri og ætlunarverk þeirra sjálfra frá byrjun var að skila titilinum heim til fyrirheitna landsins.

Bras í byrjun árs sem hélst áfram fram að úrslitaleikjum mótsins setti þó stórt spurningarmerki, við getu þeirra til að landa titlinum, hjá sparkspekingum um heim allan. Þjálfari liðsins, Jill Ellis, fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir liðsval og leikskipulag (þó að hún hafi einungis verið með liðið í eitt ár) og hún segir sjálf að liðið hafi verið í mótun fram að sjálfum úrslitaleiknum.

Þegar í útsláttarleikina var komið small miðjan þeirra saman með sterkri innkomu Morgan Brian og sóknarleikurinn breyttist töluvert með innkomu Carli Lloyd framar á vellinum og í úrslitaleiknum voru þær óstöðvandi. Að öðrum ólöstuðum var sterk vörn, ásamt markverði, lykillinn að því að koma þeim í úrslitaleikinn sjálfan.

Sjálfstraustið lak af þeim bandarísku frá fyrstu mínútu og fyrsta rúma korterið er er nokkuð sem þær, sem og þær japönsku, eiga eftir að muna um aldur og ævi. Staðan var orðin 4:0 eftir sextán mínútur. Carli Lloyd, sem Pia Sundhage fyrrverandi þjálfari USA liðsins, sagði vera einn „erfiðasta leikmann“ sem hún hefði þjálfað, tók sig til og svaraði gagnrýnisröddum á vellinum og skráði sig í sögubækurnar enn eina ferðina. 

Sjá pistil Eddu um HM í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert