Klepp laut í gras fyrir Röa

Katrín Ásbjörnsdóttir var í eldlínunni með Klepp þegar liðið mætti …
Katrín Ásbjörnsdóttir var í eldlínunni með Klepp þegar liðið mætti Röa í norsku úrvalsdeilinni í dag. mbl.is / Styrmir Kári

Jón Páll Pálmason og lærimeyjar hans mættu Röa í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í dag. Liðin voru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag, Klepp með 19 stig eftir níu leiki og Röa með 18 stig eftir tíu leiki. Lokatölur í leiknum urðu 4:1 fyrir Röa sem skaust þar með upp fyrir Klepp og upp í annað sæti deildarinnar.

Katrín Ásbjörnsdóttir lék ekki með Klepp í dag vegna meiðsla, en María Þórisdóttir var í byrjunarliði liðsins og lék allan leikinn.

Röa komst í 2:0 með mörkum frá Synne Hansen og Inger Katrine Bjerke, en Birte Hetlelid Svines minnkaði muninn fyrir Klepp rétt fyrir hálfeik. Kine Kvaslvik jók hins vegar muninn aftur í upphafi seinni hálfleiks og Andrea Skjold Froshaug rak svo síðasta naglann í líkkistu Klepp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert