Aron Elís skoraði í sigurleik

Aron Elís Þrándarson, leikmaður Álasunds.
Aron Elís Þrándarson, leikmaður Álasunds. Ljósmynd/Aalsund.no

Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark Aalsund þegar liðið lagði Start, 2:0, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Aron Elís skoraði markið með skalla og var þetta þriðja mark hans fyrir Aalsund í sjö leikjum sem hann hefur spilað með liðinu í deildinni. Aron fór af velli á 76. mínútu leiksins en Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópnum í dag.

Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar í Lilleström fögnuðu 3:2 sigri gegn Sandefjörd þar sem Lilleström komst í 3:0 á fyrsta hálftíma leiksins. Finnur Orri Margeirsson kom inná á 75. mínútu í liði Lilleström en Árni Vilhjálmsson er frá vegna meiðsla.

Lilleström er í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig en Aalsund er með 22 stig í tólfta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert