Vermaelen var hetja Barcelona

Thomas Vermaelen.
Thomas Vermaelen. AFP

Thomas Vermaelen, fyrrum fyrirliði Arsenal, skoraði sigurmarkið í 1:0 sigri Barcelona á Málaga í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu í spænsku deildinni.

Barcelona var með öll völd í leiknum og hefði mátt fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir yfirburðina tókst Börsungum illa að skapa dauðafæri. Það var síðan Belginn Thomas Vermaelen, sem gekk til liðs við Barcelona frá Arsenal í fyrrasumar og var meiddur mestallt síðasta tímabil, sem opnaði markareikninginn þegar hann elti sókn sinna manna og fylgdi eftir fyrirgjöf Luis Suárez.

Skömmu síðar fór Vermaelen af velli vegna lítillegra meiðsla en hann hefur mikla meiðslasögu. Lokatölur í leiknum voru 1:0 Barcelona í vil. Þrátt fyrir að liðið sé með fullt hús stiga eftir tvo leiki virðist sóknarþríeyki Barcelona, Messi, Suárez og Neymar, ekki enn vera komið í sama form og á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert