„Erum sterkari á pappírunum“

Þjálfarinn Danny Blind, fyrir miðju, ásamt aðstoðarmönnum sínum þeim Marco …
Þjálfarinn Danny Blind, fyrir miðju, ásamt aðstoðarmönnum sínum þeim Marco van Basten, til vinstri, og Ruud van Nistelrooy. AFP

Danny Blind, þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Hollendingar verði að fá 10-12 stig út úr leikjunum fjórum sem það á eftir í undankeppni Evrópumótsins til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina í Frakklandi á næsta ári.

„Við vitum hvað við þurfum að gera og nú er bara okkar að sýna það. Íslendingar hafa nokkra góða leikmenn í sínum röðum og þeir eru ekki í efsta sæti riðilsins fyrir ekki neitt.

Íslenska liðið getur gert öllum liðum erfitt fyrir þegar það nær vel saman. Á pappírunum erum við sterkari en það hefur enga þýðingu,“ segir Blind, sem stýrir hollenska liðinu í sínum fyrsta leik þegar Hollendingar taka á móti Íslendingum á Amsterdam Arena.

Ísland er efst í riðlinum með 15 stig en á eftir koma Tékkland með 13 stig, Holland 10, Tyrkland 8, Lettland 3 og Kasakstan 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert