Knattspyrna er betri en kynlíf

Busquets skallar boltann í leik með Barcelona.
Busquets skallar boltann í leik með Barcelona. AFP

Sergio Busqu­ets, miðjumaður spænska stórliðsins Barcelona, segir að knattspyrna sé betri en kynlíf. Ástæðan fyrir því er sú að ánægjan tengd boltasparkinu endist í nokkra daga en ánægjan í svefnherberginu eigi það til að vera einungis ein mínúta.

Busquets, sem er 27 ára gamall, er vanur því að vinna titla, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu þrisvar sinnum, spænsku deildina fimm sinnum og spænsku bikarkeppnina þrisvar sinnum. Auk þess hefur hann orðið heims- og Evrópumeistari með landsliðinu.

„Í knattspyrnu endist ánægjan í nokkra daga. Kynlíf á það hins vegar til að endast í einungis mínútu,“ sagði Busquets í viðtali á Spáni.

Þrátt fyrir að hafa unnið fjölda titla veit Busquets að líf atvinnumanns er ekki bara dans á rósum. „Eftir slæman leik ferðu heim, lokar dyrunum og vilt ekki fara út í nokkra daga. Aðdáendur liðsins minna þig á að þetta hafi ekki verið þinn besti leikur,“ bætti Busquets við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert