Bayern til hjálpar flóttafólki

Karl-Heinz Rummenigge og hans fólk hjá Bayern München vill láta …
Karl-Heinz Rummenigge og hans fólk hjá Bayern München vill láta gott af sér leiða. AFP

Forráðamenn þýska knattspyrnufélagsins Bayern München hafa ákveðið að leggja til 1 milljón evra, jafnvirði 145 milljóna króna, til aðstoðar við flóttafólk.

Straumur flóttafólks til Evrópu, aðallega frá Sýrlandi, hefur aukist mikið og forráðamenn Bayern vilja leggja sitt að mörkum við að búa því mannsæmandi líf í álfunni. Áætlað er að Þýskaland taki við 800.000 hælisleitendum í ár, eða fjórfalt fleiri en á síðasta ári.

„Bayern lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að hjálpa flóttafólki,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern.

Þýska félagið hyggst meðal annars aðstoða flóttafólkið með matargjöfum, þýskukennslu og fótboltabúnaði fyrir börn. Þá verða settar upp sérstakar fótboltaæfingabúðir fyrir flóttafólk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert