Arsenal í vondum málum - Alfreð skoraði sigurmarkið

Arsenal eru í vondum málum eftir fyrstu tvær umferðirnar í …
Arsenal eru í vondum málum eftir fyrstu tvær umferðirnar í Meistaradeild Evrópu. AFP

Önnur umferð riðlakeppninnar í  Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld með átta leikjum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu þegar hann kom inn á sem varamaður í liði Olympiacos gegn Arsenal á Emirates. Alfreð gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark Olympiacos í leiknum.

Alfreð kom Olympiacos í þriðja skipti í leiknum þegar hann og tryggði liðinu 3:2 sigur.

Þessi sigur Olympiacos þýðir að Arsenel er enn án stiga eftir tvær umferðir á meðan Olympiacos er komið með þrjú stig í F riðlinum.

Robert Lewandowski skoraði svo þrennu fyrir Bayern München sem sigraði Dinamo Zagreb 5:0. Bayern München er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. 

Önnur úrslit má sjá hér að neðan.

Úrslit í leikjum kvöldsins:

E-riðill:
Barcelona - Bayer Leverkusen, 2:1 (leik lokið)
BATE Borisov - Roma, 3:2 (leik lokið)

F-riðill:
Arsenal - Olympiacos, 2:3 (leik lokið)
Bayern München - Dinamo Zagreb, 5:0 (leik lokið)

G-riðill:
Porto - Chelsea, 2:1
Maccabi Tel-Aviv - Dynamo Kyiv, 0:2 (leik lokið)

H-riðill:
Lyon - Valencia, 0:1 (leik lokið)
Zenit - Gent, 2:1 (leik lokið)

90. Leikjunum er lokið. 

82. MARK. Vasilios Torosidis minnkar muninn enn frekar fyrir Roma gegn BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. 

82. MARK. Luis Suarez kemur Barcelona yfir gegn Bayer Leverkusen.

80. MARK. Sergi Roberto jafnar metin fyrir Barcelona gegn Bayer Leverkusen. 

67. MARK. Alfreð Finnbogason skorar í sínum fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og kemur Olympiacos yfir í þriðja skipti í leik liðsins gegn Arsenal á Emirates. 

67. MARK. Oleg Shatov kemur Zenit yfir gegn Gent í Pétursborg. 

66. MARK. Gervinho minnkar muninn fyrir Roma í Borisov. 

56. MARK. Thomas Matton er búinn að jafna metin fyrir Gent gegn Zenit í Pétursborg. 

55. MARK. Robert Lewandowski fullkomnar þrennur sína með fimmta mark sínu fyrir Bayern München gegn Dinamo Zagreb.

52. MARK. Maicon er búinn að koma Porto aftur yfir gegn Chelsea í Portúgal.

50. MARK. Junior Moraes er búinn að auka muninn fyrir Dynamo Kyiv í Tel-Aviv.

46. Alfreð Finnbogason er kominn inn á sem varamaður hjá Olympiacos sem er 2:1 yfir gegn Arsenal á Emirates.

46. Seinni hálfleikur er hafinn í leikjum kvöldsins.

45. Hálfleikur í leikjunum öllum. 

45. MARK. Willian jafnar metin fyrir Chelsea gegn Porto með marki beint úr aukaspyrnu.

42. MARK. Sofiane Feghouli er búinn að koma Valencia yfir gegn Lyon.

40. MARK. Olympiacos eru komnir aftur yfir. Konstantinos Fortounis, skorar beint úr hornspyrnu, David Ospina hefði átt að gera mun betur í marki Arsenal.

39. MARK. Andre Andre er búinn að koma Porto yfir gegn Chelsea í Portúgal. 

35. MARK. Artem Dzyuba er búinn að koma Zenit yfir gegn Gent í Pétursborg. 

34. MARK. Theo Walcott er ekki lengi að jafna metin fyrir Arsenal gegn Olympiacos.

32. MARK. Felipe Pardo er búinn að koma Olympiacos yfir gegn Arsenal á Emirates.

31. MARK. Rómverjar eru í slæmum málum í Hvíta Rússlandi. Filip Mladenovic er búinn að koma BATE Borisov í 3:0 í Borisov.

28. MARK. Markaregnið heldur áfram í München. Robert Lewandowski skorar fjórða mark Bayern München. 

25. MARK. Bayern München er að ganga frá Dinamo Zagreb. Mario Goetze  skorar þriðja mark Bayern München í leiknum. 

22. MARK. Kyriakos Papadopoulos er búinn að koma Bayer Leverkusen yfir gegn Barcelona á Nývangi. 

22. MARK. Robert Lewandowski er búinn að koma Bayern München í 2:0 á Alianz Arena.

14. MARK. Filip Mladenovic er búinn að koma BATE Borisov í 2:0 í Hvíta Rússlandi.

13. MARK. Douglas Costa er búinn að koma Bayern München yfir gegn Dinamo Zagreb á Alianz Arena.

8. MARK. Igor Stasevich er búinn að koma BATE Borisov yfir gegn Roma, en liðin eigast við í Borisov í Hvíta-Rússlandi.

4. MARK. Andriy Yarmolenko er búinn að koma Dynamo Kyiv yfir, en liðið leikur gegn Maccabi Tel-Aviv í Ísrael. 

1. Leikirnir eru hafnir víðs vegar um Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert