„Frábært að vinna tvöfalt“

Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson eru norskir meistarar og …
Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson eru norskir meistarar og bikarmeistarar. Ljósmynd/rbk.no

„Það er frábært að hafa náð að landa bikarmeistaratitlinum og vinna tvöfalt. Það er ekki hægt að biðja um miklu meira. Við erum reyndar búnir að klúðra okkar málum í Evrópudeildinni, en ég held að uppskera tímabilsins sé vel viðunandi,“ sagði Hólmar Örn í samtali við Morgunblaðið en hann varð í gær norskur bikarmeistari með Rosenborg, ásamt Matthíasi Vilhjálmssyni.

Hólmar Örn átti þátt í öðru marki Rosenborg í leiknum í gær, en hjólhestaspyrna hans var varin og í kjölfarið skoraði liðið annað mark sitt.

„Það hefði verið gaman að sjá boltann inni. Það er í fyrsta lagi ekki á hverjum degi sem ég reyni hjólhestaspyrnu og í öðru lagi ekki algengt að ég hitti boltann svona vel í þau skipti sem ég reyni það. En við skoruðum í kjölfarið og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Hólmar Örn um glæsilega hjólhestaspyrnu sína.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert