Messi skoraði eftir 27 sendingar

Lionel Messi fagnar marki sínu í kvöld.
Lionel Messi fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Leikmenn Barcelona sendu boltann 27 sinnum á milli sín áður en Lionel Messi batt endahnútinn á magnaðan undirbúning með því að koma liðinu í 2:0 gegn Roma í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem nú stendur yfir á Camp Nou.

Af þessum 27 sendingum átti Messi sjálfur sex, Neymar fjórar og Luis Suárez tvær en sá síðastnefndi gerði fyrsta mark leiksins eftir annan góðan spilkafla Börsunga. Allir tíu útispilarar Barcelona komu við sögu.

Messi hefur nú skoraði í Meistaradeild Evrópu ellefu tímabil í röð.

Sendingarnar má sjá kortlagðar hér fyrir neðan:

Þegar Luis Suárez skoraði fyrsta mark leiksins voru sendingarnar bara átján talsins en hérna eru þær á korti:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert