Fíflaði sjálfan sig upp úr skónum (myndskeið)

Það er betra að hafa augun á boltanum.
Það er betra að hafa augun á boltanum. mbl.is/Eggert

Það er betra að taka knöttinn með sér þegar það á að leika listir í knattspyrnu og það getur verið frekar vandræðalegt að gleyma knettinum. Þessu fékk leikmaður í innanhúsknattspyrnu að kynnast um daginn.

Leikmaðurinn hugðist fífla andstæðing sinn upp úr skónum. Hann ákvað að horfa beint í augu andstæðingsins, hafði augun af boltanum og ætlaði þannig að kenna andstæðingnum lexíu. Ekki vildi þó betur til en svo að boltinn rúllaði frá honum á meðan og hann fíflaði sjálfan sig.

Skemmtilegt myndskeið af þessu má sjá hér að neðan:

Cercare di umiliare l'avversario finendo per umiliare se stessi :D

Posted by I LOVE CALCIO on Tuesday, November 24, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert