Guardiola mætti ekki á blaðamannafund

Pep Guardiola, þjálfari Bayern München liggur undir feldi varðandi framtíð …
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München liggur undir feldi varðandi framtíð sína þessa dagana. AFP

Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, mætti ekki á blaðamannafund sem haldinn var í aðdraganda leik liðsins gegn Herthu Berlin um helgina. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um það í dag að Guardiola muni taka við Manchester City næsta sumar og tengja fjarveru hans við þær vangaveltur. 

Talsmenn Bayern München sögðu að persónulegar ástæður lægju að baki því að Guardiola gæti ekki mætt á blaðamannafundinn.  

Þá sendi Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, frá sér yfirlýsingu um framtíð Guardiola hjá félaginu. Hann sagði að framhaldið yrði ákveðið undir lok ársins. 

„Það er enginn einstaklingur í heiminum ómissandi á neinum vettvangi. Félagið mun halda áfram að þróast í rétta átt, sama hvaða ákvörðun verður tekin. Leikmenn koma og fara og það sama á við um þjálfara,“ sagði Rummenigge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert