„Bara góð lið eftir í átta liða úrslitunum“

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. mbl.is/Eva Björk

„Þegar komið er í átta liða úrslitin eru bara góð lið eftir og þá er alveg eins gott að mæta þeim bestu. Ég viðurkenni þó fúslega að ég hefði alveg vilja mæta t.d. Barcelona, Brescia eða Slavia Prag, frekar en Frankfurt.“

Þetta segir Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður sænsku meistaranna Rosengård, í Morgunblaðinu í dag.

Rosengård dróst þá gegn Evrópumeisturum Frankfurt frá Þýskalandi í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurliðið úr þeim leik mætir Wolfsburg frá Þýskalandi eða Brescia frá Ítalíu í undanúrslitunum. Átta liða úrslitin eru leikin í lok mars og undanúrslitin mánuði síðar. Úrslitaleikurinn fer svo fram í Reggio Emilia á Ítalíu 26. maí.

Frankfurt lenti í miklum erfiðleikum með norsku meistarana Lilleström, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og félaga, í 16-liða úrslitunum og vann að lokum í vítaspyrnukeppni.

Öll einbeiting á Meistaradeild

„Það staðfesti bara að Lilleström er mjög gott lið og það er alveg ljóst að þetta verða mjög erfiðir leikir. En hjá Rosengård er gífurlegur metnaður fyrir Meistaradeildinni og það er klárlega markmiðið að slá Frankfurt út og komast lengra. Síðasta vetur mættum við einmitt Wolfsburg í mars og þá var öll einbeitingin um veturinn á þeim leikjum en lítið hugsað um sænsku deildina sem byrjaði skömmu síðar,“ sagði Sara.

Sjá viðtal við Söru í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert