Kærkomið tækifæri Harðar

Hörður Björgvin
Hörður Björgvin Ljósmynd/Kristján Bernburg

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir Cesena þegar liðið fékk Pescara í heimsókn í ítölsku B-deildinni í gærkvöldi. Lokatölur í leiknum urðu 1:0 Cesena í vil.

Antonio Ragusa kom Cesena yfir snemma leiks og reyndist það eina mark leiksins.

Þetta var fjórði byrjunarliðsleikur Harðar Björgvins í vetur.

Cesena styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti deildarinnar, en liðið er fimm stigum á eftir toppliði Cagliari.

Hörður Björgvin var valinn í landsliðshóp Íslands fyrir vináttulandsleikina gegn Póllandi og Slóvakíu fyrr í mánuðinum, en kom ekki við sögu í leikjunum tveimur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert