Rúnar um Newcastle: Eigum möguleika á því að vinna

Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. Ljósmynd/Vidar Ruud.

Rúnar Kristinsson knattspyrnustjóri norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström mætir enska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström í æfingaleik á morgun en liðin eru bæði staðsett á La Manga á Spáni í æfingaferð.

„Ég held að það verði skemmtilegt fyrir alla að fá að mæta svona góðum andstæðingi, stóru félagi úr ensku úrvalsdeildinni,” sagði Rúnar sem sagðist ætla að leggja áherslu á varnarleikinn en einnig á skyndisóknir.

„Ég kem líklega til með að stilla upp mínu besta liði,” sagði Rúnar.

„Það er klárt mál,” sagði Rúnar aðspurður um hvort liðið gæti unnið Newcastle. „En þetta er æfingaleikur og bæði lið vita ekki hvernig andstæðingurinn mun stilla upp liðinu sínu, þeir þekkja ekki okkar lið og þetta verður spennandi að sjá. Við eigum möguleika á því að vinna” sagði Rúnar.

Framherjinn Árni Vilhjálmsson leikur með Lilleström og þá er Sigurður Ragnar Eyjólfsson aðstoðarþjálfari Rúnars.

Vi går for seier

I morgen (Lørdag) kl. 15:00 møter vi Premier League-laget Newcastle til treningskamp på La Manga.Runar satser på å stille sitt beste lag, og mener vi kan vinne på en god dag. "Vi må jobbe med det defensive og tørre å holde på ballen" sier han.Kampen sendes direkte på TV2 Sportskanalen og TV2 Sumo

Posted by Lillestrøm Sportsklubb on Friday, 19 February 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert