Aron missti af sæti í umspilinu

Aron Einar Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Danmörku.
Aron Einar Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Danmörku. AFP

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kom ekkert við sögu þegar lið hans, Cardiff City, steinlá 3:0 fyrir Sheffield Wednesday í ensku B deildinni í knattspyrnu í dag. 

Tap Cardiff City þýðir að liðið á ekki möguleika á að tryggja sér sæti í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári. 

Cardiff City er í sjöunda sæti deildarinnar með 67 stig sjö stigum á eftir Sheffield Wednesday sem er sæti ofar, en liðin í þriðja til sjötta sæti deildarinnar taka þátt í umspili um tvö laus sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert