United mætir van Persie í Evrópudeildinni

Zlatan Ibrahimovic og félagar hans leika í A-riðli Evrópudeildarinnar í …
Zlatan Ibrahimovic og félagar hans leika í A-riðli Evrópudeildarinnar í vetur. AFP

Enska liðið Manchester United er í A-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en dregið var í riðla nú fyrir stundu í Mónakó.

Auk United eru tyrkneska liðið Fenerbahce, hollenska liðið Feyenoord og úkraínska liðið Zorya í A-riðli. Það lítur því allt út fyrir að fyrrverandi sóknarmaður United, Robin van Persie, mæti sínum gömlu félögum en hann er leikmaður Fenerbahce.

Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í Rapid Vín eru með spænska liðinu Athletic Bilbao, belgíska liðinu Genk og ítalska liðinu Sassulo í F-riðli keppninnar.

Alla riðlana má sjá hér að neðan:

A-riðill:
Manchester United
Fenerbahce
Feyenoord
Zorya

B-riðill:
Olympiacos
APOEL Nikosia
Young Boys
Astana

C-riðill:
Anderlecht
Saint-Étienne
Mainz
Qabala

D-riðill:
Zenit Pétursborg
AZ Alkmaar
Maccabi Tel Aviv
Dundalk

E-riðill:
Viktoria Plzen
Roma
Austria Vín
Astra Giurgiu

F-riðill:
Athletic Bilbao
Genk
Rapid Vín
Sassuolo

G-riðill:
Ajax
Standard Liege
Celta Vigo
Panathinaikos

H-riðill:
Shakhtar Donetsk
Braga
Gent
Konyaspor

I-riðill:
Schalke
Salzburg
Krasnodar
Nice

J-riðill:
Fiorentina
PAOK Saloniki
Liberec
Qarabag

K-riðill:
Inter Mílanó
Sparta Prag
Southampton
Hapoel Beer-Sheva

L-riðill:
Villarreal
Steaua Búkarest
Zürich
Osmanlispor

Arnór fagnar marki með samherja sínum í Rapid Vín.
Arnór fagnar marki með samherja sínum í Rapid Vín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert