Real Madrid að fá sænskt undrabarn

Alexander Isak, framherji AIK.
Alexander Isak, framherji AIK. Ljósmynd/aikfotboll.se/

Spænska stórveldið Real Madrid er við það að ganga frá kaupum á sænska framherjanum Alexander Isak sem leikur með AIK í heimalandinu. Það er Marca sem greinir frá þessu.

Isak, sem er 17 ára gamall, spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir aðallið AIK í febrúar en hann gerði tíu mörk á tímabilinu sem var að klárast.

Svíar eru afar spenntir fyrir leikmanninum en hann er sagður vera næsti Zlatan Ibrahimovic, sem er á mála hjá Manchester United.

AIK hefur þegar hafnað 10,7 milljóna evra tilboði í Isak en viðræður ganga betur núna samkvæmt Marca. Madrídingar eru í félagaskiptabanni og mega því ekki kaupa inn leikmenn fyrir aðalliðið en geta þó komist fram hjá þeirri reglu og sent leikmanninn í varaliðið í eitt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert