Árni fyrsti íslenski í Jönköping í 37 ár

Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson verður fyrsti Íslendingurinn sem spilar með sænska liðinu Jönköping Södra í 37 ár en hann staðfesti við 433.is í gær að hann myndi ganga til liðs við félagið í dag.

Árni hefur verið í röðum Lilleström í Noregi undanfarin tvö ár en var í láni hjá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki síðari hluta síðasta tímabils og gerði þá 6 mörk í 12 leikjum.

Jönköping Södra var nýliði í úrvalsdeildinni í fyrra, lék þá í deildinni í fyrsta sinn í hálfa öld, og endaði í 12. sæti af sextán liðum. Fjórir Íslendingar hafa leikið með félaginu, allir á árunum 1977-1980 þegar Jönköping lék í næstefstu deild. Það voru framherjinn Teitur Þórðarson, varnarmaðurinn Jón Pétursson og markverðirnir Árni Stefánsson og Ársæll Sveinsson. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert