Serbar náðu ekki að hrekja Kósóvó burt

Valon Berisha fagnar fyrsta marki Kósóvó í mótsleik í haust.
Valon Berisha fagnar fyrsta marki Kósóvó í mótsleik í haust. AFP

Alþjóðaíþróttadómstóllinn hefur hafnað kröfu Serbíu um að Kósóvó verði neitað um aðild að Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA.

UEFA samþykkti aðild Kósóvó að sambandinu í júní síðastliðnum og í kjölfarið var þjóðinni bætt í riðil Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins. Serbía fór fram á að aðild Kósóvó að sambandinu yrði afturkölluð, en því hefur nú endanlega verið hafnað.

Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu hinn 17. febrúar 2008, en það var mjög í óþökk Serba sem líta á Kósóvó sem hluta af sjálfstjórnarhéraði innan Serbíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert