Balotelli var rekinn af velli (myndskeið)

Balotelli gengur hnípinn af velli.
Balotelli gengur hnípinn af velli. AFP

Sóknarmaðurinn Mario Balotelli var rekinn af leikvelli í leik með Nice í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Nice sigraði Lorient, 1:0, á útivelli en Cyprien skoraði sigurmarkið á 15. mínútu. Þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka var Balotelli rekinn af leikvelli, að því er virtist fyrir litlar sakir. 

Balotelli stóð þétt upp við varnarmann Lorient þegar löng sending kom fram völlinn og var sóknarmaðurinn dæmdur brotlegur. Ekki var að sjá að brotið væri alvarlegt en franskir fjölmiðlar greina frá því að Balotelli hafi sagt eitthvað óviðeigandi við dómara leiksins.

Er þetta í annað skiptið á tímabilinu sem Balotelli er rekinn af leikvelli en Nice er í öðru sæti frönsku 1. deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Monaco.

Myndskeið af brottrekstrinum má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert