„Þeir drepa okkur ef við töpum“

Pep Guardiola á fréttamannafundi í gær.
Pep Guardiola á fréttamannafundi í gær. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að pressan sé öll á liði sínu fyrir viðureignirnar við Mónakó í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en fyrri leikur liðanna fer fram í kvöld.

Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeildina og hefur í sjö tilraunum alltaf komist að minnsta kosti í undanúrslit. City er hins vegar aðeins í fjórða sinn komið í útsláttarstig keppninnar.

„Fólk heldur að Man City eigi sjálfkrafa að vera hér, en staðreyndin er að mörg stórlið ná ekki svona langt. Það er erfitt að ná þessum árangri. Um alla Evrópu eru gagnrýnendur að horfa á okkur og greina okkur. Þeir munu drepa okkur ef við töpum, en segja hvað við séum góðir ef við vinnum,“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert