„Skammarlegt“

Lars Lagerbäck
Lars Lagerbäck mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lars Lagerbäck fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslendinga og núverandi landsliðsþjálfari Norðmanna vandaði Luis Suárez framherja Barcelona ekki kveðjurnar eftir leikinn ótrúlega á Camp Nou í gær þar sem Barcelona vann Paris SG, 6:1.

Lagerbäck var gestur á sænsku sjónvarpsstöðinni Viasat í gærkvöld þar sem hann var einn af sérfræðingum sem fjölluðu um Meistaradeildina.

„Það er skammarlegt að svindl geti ráðið svona miklu og þetta krefst að fleiri dómar verði útkljáðir með myndböndum,“ sagði Lagerbäck en hann vildi meina að Suárez hefði látið sig falla þegar hann fékk vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Neymar skoraði úr henni og kom Börsungum í 5:1 áður en Sergi Roberto skoraði sjötta markið og skaut þar með Katalóníuliðinu í átta liða úrslitin.

„Þetta er sorglegt fyrir fótboltann og ófagmennska af leikmönnum að gera svona. Þetta var klár leikaraskapur,“ sagði Lagerbäck.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert