Totti sér eftir tvennu á ferlinum

Francesco Totti er goðsögn.
Francesco Totti er goðsögn. AFP

Francesco Totti, goðsögn í ítalskri knattspyrnu og leikmaður Roma, segir að hann sjái eftir tvennu á ferlinum sem spannar nú 25 ár hjá aðalliði Roma.

Totti kom inn sem táningur í unglingalið Roma árið 1989 og hefur ekki farið síðan, en hann segir að aðeins hársbreidd hafi munað að hann færi til Real Madrid á Spáni.

Þá segir hann að á ferlinum sjái hann eftir tvennu; annars vegar að hafa aldrei spilað samhliða hinum brasilíska Ronaldo og hins vegar að hafa aldrei unnið Meistaradeildina með Roma.

Totti hefu spilað yfir 700 leiki fyrir Roma og skorað meira en 300 mörk. Hann er nú orðinn fertugur, en hefur ekki enn gefið það út hvenær skórnir fari á hilluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert