Elías Már fékk þungt högg

Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landsliðsmaðurinn Elías Már Ómarsson, leikmaður sænska liðsins IFK Gautaborg, þurfti að hætta leik eftir 40 mínútur þegar liðið gerði 1:1 jafntefli á útivelli gegn Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

„Ég fékk þungt högg á augað þegar einn leikmaður Östersund rakst með hnéð í höfuðið á mér. Ég er smá bólginn, er með höfuðverk og ekki með fulla sýn svo það var ekkert vit í að halda leik áfram. Vonandi missi ég ekki af næsta leik en það er sjúkrateymisins að ákveða það,“ sagði Elías Már við Morgunblaðið en hann lék í stöðu framherja áður en hann þurfti að fara af velli. Gautaborg jafnaði metin úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins og er í fimmta sæti. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert