Rúnar fær góða einkunn - Gary Martin mistök ársins

Rúnar Kristinsson, þjálfari Lokeren.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Lokeren. AFP

Rúnar Kristinsson, þjálfari belgíska knattspyrnuliðsins Lokeren, fær góða einkunn fyrir tímabilið hjá dagblaðinu Het Nieuwsblad, sem gerði upp frammistöðu liðsins í gær.

Rúnar tók við Lokeren í október við botn A-deildarinnar en það endaði að lokum í 11. sæti og hafnaði síðan í öðru sæti í umspilsriðli um Evrópusæti, þar sem keppni lauk um síðustu helgi. Blaðið segir að Rúnar hafi komið með nýtt líf til Lokeren, hann hafi tekið við vængbrotnum hópi og búið til úr honum gott lið.

Ekki fær Gary Martin, fyrrverandi framherji Víkings, KR og ÍA, sömu einkunn, en Lokeren keypti hann í vetur. Martin er sagður vera „mistök ársins“. Hann kom við sögu í 14 leikjum í deildinni, fimm þeirra í byrjunarliði, og náði ekki að skora mark, en Martin samdi við félagið til þriggja ára. Ari Freyr Skúlason var ekki nefndur sérstaklega í úttekt blaðsins, en Lokeren keypti hann síðasta sumar af OB og Ari var fastamaður í liðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert