Mexíkó skellti sér á toppinn

Mexíkóar fagna marki í kvöld.
Mexíkóar fagna marki í kvöld. AFP

Mexikó er komið í toppsæti A-riðils í Álfukeppninni í knattspyrnu eftir 2:1 sigur á Nýja-Sjálandi í Sotsjí í Rússlandi í dag. Nýja-Sjáland var 1:0 yfir eftir fyrri hálfleikinn en Mexíkóar voru sterkari í þeim síðari. 

Chris Wood kom Ný-Sjálendingum verðskuldað yfir undir lok fyrri hálfleiks og reyndist það eina mark hálfleiksins. 

Raúl Jiménez og Oribe Peralta skoruðu hins vegar fyrir Mexíkóa í seinni hálfleik og tryggðu þeim sigur. Mexíkó og Portúgal eru á toppi riðilsins með fjögur stig eftir tvo leiki. Rússland er í þriðja sæti með þrjú stig en Nýja-Sjáland er á botninum og án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert