Sánchez setti met í jafntefli við Þjóðverja

Alexis Sánchez fagnar metmarkinu sínu.
Alexis Sánchez fagnar metmarkinu sínu. AFP

Alexis Sánchez setti nýtt met þegar Síle og Þýskaland gerðu 1:1-jafntefli í B-riðli Álfukeppninnar í knattspyrnu í Rússlandi í kvöld.

Sánchez kom Síle yfir eftir fimm mínútna leik eftir skelfileg mistök liðsfélaga hans hjá Arsenal, Shkodran Mustafi, sem gaf slæma sendingu út úr vörn Þýskalands. Með markinu er Sánchez orðinn markahæsti landsliðsmaður Síle frá upphafi en hann tók fram úr Marcelo Salas og hefur nú skorað 38 landsliðsmörk.

Lars Stindl jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé eftir snarpa sókn og sendingu frá Jonas Hector.

Síle og Þýskaland eru með 4 stig hvort í B-riðli, en Ástralía og Kamerún 1 stig hvort. Síðustu leikir í riðlinum eru á sunnudag þegar Þýskaland og Kamerún mætast annars vegar, og Síle og Ástralía hins vegar. Tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert