Glæsilegur sigur Stjörnunnar

Fyrirliðinn Katrín Ásbjörnsdóttir,lengst til hægri, skoraði þrennu.
Fyrirliðinn Katrín Ásbjörnsdóttir,lengst til hægri, skoraði þrennu. mbl.is/Golli

Stjarnan er komin í 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna eftir glæsilegan 4:0 sigur gegn rússneska liðinu Rossijanka í Rússlandi í dag en þetta var síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitunum. Stjarnan vann einvígið samanlagt, 5:1.

Landsliðskonan Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk, Kristrún Kristjánsdóttir eitt en fjórða markið var sjálfmark rússneska liðsins sem markvörðurinn skoraði.

Katrín skoraði fyrsta markið á 42. mínútu eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu Albertsdóttur og staðan var, 1:0, í hálfleik. Stjörnukonur gerðu svo út um leikinn með því að skora þrjú mörk á 15 mínútna kafla snemma í seinni hálfleiik. Kristrún skoraði annað marki beint úr hornspyrnu og Katrín bætti þriðja markinu við skömmu síðar eftir hornspyrnu Kristrúnar. Það var síðan markvörður Rossijanka sem skoraði fjórða markið þegar hún sló fyrirgjöf Öglu Maríu í netið. Mótlætið fór í skapið á leikmönnum Rossijanka og stundarfjórðungi fyrir leikslok var einum leikmanni liðsins vikið af velli.

Eftir að breytt fyrirkomulag var tekið upp í Meistaradeild kvenna er Stjarnan fyrsta íslenska liðið sem nær að komast lengra en í 32-liða úrslitin. Dregið verður til 16-liða úrslitanna á mánudaginn en leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 8.-9. og 15.-16. nóvember.

Lára Kristín Pedersen með boltann í fyrri leik liðanna.
Lára Kristín Pedersen með boltann í fyrri leik liðanna. mbl.is/Kristinn Magnússon
Rossijanka 0:4 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið +6 Glæsilegur sigur Stjörnunnar sem er komin í 16-liða úrslit í Meistaradeildinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert