Gary John Martin á leiðinni til Íslands?

Gary Martin í leik með Víkingi Reykjavík árið 2016.
Gary Martin í leik með Víkingi Reykjavík árið 2016. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Framherjinn Gary John Martin sem hefur verið á mála hjá belgíska liðinu Lokeren síðan í janúar á þessu ári er mögulega á leiðinni til Íslands og svo gæti farið að hann leiki með íslensku liði á komandi keppnistímabili. Gary greinir frá því á twitter-síðu sinni í dag að hann hafi komist að samkomulagi um starfslok sín hjá Lokeren.

Gary lék fyrst með ÍA hér á landi, en síðan gekk hann til liðs við KR og lék með liðinu á árunum 2013 - 2015. Þá söðlaði hann um og hélt í Fossvoginn í herbúðir Víkings Reykjavíkur, en hann lék þar sumarið 2016. 

Rúnar Kristinsson fékk Gary svo lánaðan til Lilleström um mitt sumarið árið 2016 og leiðir Rúnars og Gary lágu svo aftur saman hjá Lokeren í janúar fyrr á þessu ári. Nú er spurning um hver næsti áfangastaður þessa enska markaskora verður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert