Skotar leita ekki langt að næsta þjálfara

Michael O'Neill.
Michael O'Neill. AFP

Skoska knattspyrnusambandið hefur óskað eftir því við kollega sína í Norður-Írlandi að fá að hefja viðræður við landsliðsþjálfara þeirra, Michael O‘Neill.

O‘Neill er efstur á blaði Skota sem eftirmaður Gordon Strachan sem hætti í október eftir að Skotum mistókst að tryggja sér sæti á HM. Norður-Írar komust aftur á móti alla leið í umspil en töpuðu þar fyrir Sviss.

O‘Neill hefur stýrt Norður-Írlandi í sex ár og stýrði þjóðinni meðal annars á EM í fyrra sem var fyrsta stórmót þeirra frá árinu 1986.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert