Vafasamt met Man. United er fallið

Beneventos fagnar einu af aðeins sex mörkum liðsins á tímabilinu.
Beneventos fagnar einu af aðeins sex mörkum liðsins á tímabilinu. AFP

Vafasamt met í knattspyrnuheiminum sem Manchester United hefur átt í næstum 85 ár er nú fallið.

Um er að ræða verstu byrjun á tímabili í fimm sterkustu efstu deildum í Evrópu, en þar er jafnan talað um efstu deildir Englands, Frakklands, Ítalíu, Spánar og Þýskalands. Tímabilið 1930-1931 tapaði United fyrstu 12 leikjum sínum og féll að lokum eftir að vinna aðeins sjö af 42 leikjum allt tímabilið.

En nú hefur enn verri árangur náðst í ítölsku A-deildinni eftir að Benevento tapaði í uppbótartíma fyrir Sassuolo um helgina. Benevento hefur nú tapað fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni og er met United því loks fallið eftir því sem BBC heldur fram.

Benevento hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum, frá C-deildinni og upp í A-deildina á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert