United og Chelsea geta farið áfram í kvöld

Paul Pogba og félagar geta farið áfram í kvöld.
Paul Pogba og félagar geta farið áfram í kvöld. AFP

Línur eru farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, en næstsíðustu umferð riðlakeppninnar lýkur í kvöld og þar geta nokkur lið tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitunum.

Manchester United mætir Basel í A-riðli í kvöld og nægir stig til þess að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum. CSKA Moskva og Basel eru með sex stig en United 12 á meðan Benfica er án stiga.

Í B-riðli er engin spenna, en PSG og Bayern München hafa bæði tryggt sæti sitt áfram upp úr riðlinum. Á meðan eru Celtic og Anderlecht að berjast um þriðja sætið og farseðilinn í Evrópudeildina, en fái Celtic stig gegn PSG og Anderlecht tapar fyrir Bayern fara skosku meistararnir þangað.

Í C-riðli er ennþá allt galopið. Roma er í efsta sæti með 8 stig, Chelsea hefur 7 stig og Atlético Madrid hefur 3 stig. Chelsea bætir stigalausu liði Qarabag og tryggir sér sæti í 16-liða úrslitunum með sigri, á meðan Roma nægir stig gegn Atlético til þess að fara áfram.

í D-riðli er lítil spenna þar sem Barcelona hefur 10 stig og Juventus 7, en þau mætast einmitt í kvöld. Sporting á ennþá möguleika með 4 stig og getur sett mikla pressu á Juventus með sigri á Olympiakos ef ítölsku meistararnir tapa sínum leik.

Leikir kvöldsins:

A-riðill:
CSKA Moskva – Benfica
Basel – Manchester United

B-riðill:
Anderlecht – Bayern München
PSG – Celtic

C-riðill:
Qarabag – Chelsea
Atlético Madrid – Roma

D-riðill:
Juventus – Barcelona
Sporting – Olympiakos

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert