Ronaldo fékk Gullboltann og jafnaði Messi

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins í knattspyrnu, var nú rétt í þessu að vinna Gullboltann, Ballon d'Or. Í öðru sæti varð Lionel Messi og Neymar varð í þriðja sæti.

Þetta er í fimmta sinn sem Ronaldo hneppir þetta eftirsóknarverða hnoss. Ronaldo jafnaði þar með Messi sem einnig hefur unnið fimm sinnum, en þeir hafa einokað kjörið síðastliðinn áratug. Síðast árið 2007 vann einhver annar en þeir, en þá var það hinn brasilíski Kaká.

Ronaldo átti frábært ár og varð bæði Spánar- og Evrópumeistari með Real Madrid og var útnefndur besti leikmaður ársins 2017 hjá FIFA í síðasta mánuði.

Það er tímaritið France Football sem stendur að kjörinu þar sem íþróttafréttamenn víðs vegar að úr heiminum greiða atkvæði.

Efstu tíu í kjörinu eru sem hér segir:

1 Cristiano Ronaldo, Real Madrid og Portúgal
2 Lionel Messi, Barcelona og Argentína
3 Neymar, PSG og Brasilía
4 Gianluigi Buffon, Juventus og Ítalía
5 Luka Modrid, Real Madrid og Króatía
6 Sergio Ramos, Real Madrid og Spánn
7 Kylian Mbappé, PSG og Frakkland
8 N‘Golo Kanté, Chelsea og Frakkland
9 Robert Lewandowski, Bayern München og Pólland
10 Harry Kane, Tottenham og England

Cristiano Ronaldo með Gullbolann.
Cristiano Ronaldo með Gullbolann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert