Sara leikur til úrslita í Meistaradeildinni

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Wolfsburg

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, mun leika með liði sínu Wolfsburg í sjálfum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið sló Chelsea út í undanúrslitum í dag.

Wolfsburg vann seinni leik liðanna í Þýskalandi í dag, 2:0, og lék Sara allan leikinn á miðjunni að vanda. Hún skoraði fyrsta mark Wolfsburg í einvíginu, í 3:1-sigri í London fyrir viku, en Wolfsburg vann einvígið því samtals 5:1.

Sara verður fyrsta íslenska knattspyrnukonan til að leika úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Wolfsburg mætir ríkjandi Evrópumeisturum Lyon í úrslitaleik í Kiev í Úkraínu þann 24. maí. Lyon hefur landað titlinum síðustu tvö ár og sló út Manchester City með 1:0-sigri í Frakklandi í dag, eftir markalaust jafntefli í London.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert