„Erfitt að brjóta Ísland á bak aftur“

Úr leik Íslands og Englands í dag.
Úr leik Íslands og Englands í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Íslendingar tapa ekki mörgum leikjum á heimavelli. Auðvitað hefðum við getað spilað betur en við héldum hreinu og unnum leikinn,“ sagði Jordan Pickford, markvörður Englands, við blaðamenn eftir 1:0-sigur gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í dag.

„Þetta var einn af þessum leikjum þar sem ég hafði ekki mikið að gera og ég þurfti að vera einbeittur. Síðustu tíu mínúturnar voru furðulegar en við unnum leikinn.“

Aðspurður hvort honum hafi fundist Englendingar heppnir að vinna, eftir að hafa skorað sjálfir úr vítaspyrnu seint í leiknum áður en Birkir Bjarnason klúðraði vítaspyrnu fyrir Ísland í uppbótartíma, sagði Pickford: „Það finnst mér ekki, við spiluðum góðan fótbolta inn á milli og Ísland er lið sem er gríðarlega erfitt að brjóta á bak aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert