Fyrrverandi stjóri United orðaður við Bayern

Ralph Ragnick gæti tekið við Bayern.
Ralph Ragnick gæti tekið við Bayern. AFP/Georg Hochmuth

Þýska stórveldið Bayern München skiptir um knattspyrnustjóra eftir leiktíðina, þegar Thomas Tuchel yfirgefur félagið.

Xabi Alonso og Roberto De Zerbi hafa verið orðaðir við stöðuna og nú Ralph Ragnick, landsliðsþjálfari Austurríkis og fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United.  

Kicker í Þýskalandi greinir frá að Alonso verði líklega áfram hjá Leverkusen og að félagið sé frekar að leita að Þýskumælandi stjóra og því sé Ragnick líklegri en De Zerbi, sem er Ítali.

Ragnick hefur gert góða hluti með austurríska liðið, sem er komið á lokamót EM.

Verr gekk hjá United, eftir að hann tók við af Ole Gunnari Solskjær, því liðið endaði aðeins með 58 stig tímabilið sem hann tók yfir, sem er lægsti stigafjöldi United á einu tímabili í þrjá áratugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert