Tap gegn Spánverjum í íshokkí

Íslenska unglingalandsliðið í íshokkí, 20 ára og yngri, tapaði 4:3 fyrir Spánverjum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rúmeníu. Ísland komst yfir með marki Gauta Þormóðssonar í fyrsta leikhluta og þeir Þorsteinn Björnsson og Úlfar Andrésson bættu við mörkum í öðrum leikhluta. Staðan fyrir þriðja og síðasta leikhluta var 3:2 fyrir Ísland en Spánverjar gerðu tvö mörk í lokaleikhlutanum og fögnuðu sigri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert