Íslendingarnir skíða vel í Ástralíu

Björgvin Björvinsson
Björgvin Björvinsson Brynjar Gauti
ftir Sindra Sverrisson

sindris@mbl.is

„Þetta er miklu betri árangur en við bjuggumst við, því þeir eru ekki búnir að skíða nema níu daga núna. Menn höfðu litlar væntingar og Björgvin var sömuleiðis mjög afslappaður fyrir mótið. Aðalmálið er að menn komist í gott form þarna," sagði Guðmundur Jakobsson, stjórnarmaður hjá Skíðasambandi Íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær, en karlalandsliðið er nú við æfingar og keppni í Ástralíu, og eru aðstæður þar hinar bestu að sögn Guðmundar.

Björgvin Björgvinsson frá Dalvík hefur náð bestum árangri Íslendinganna í Álfukeppninni svokölluðu, sem þeir taka þátt í, en hann hefur unnið bæði stórsvigsmótin til þessa auk þess að verða annar í öðru af svigsmótunum, en hann féll úr leik í því síðara. Björgvin er því afar sigurstranglegur í heildarstigakeppni í stórsviginu, og á ágætis möguleika í svigskeppninni.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert