Fjórði sigurinn hjá konunum í Rúmeníu

mynd/ihi.is

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann Nýja-Sjáland 5:1 á heimsmeistaramótinu í Rúmeníu og var þetta fjórði leikur liðsins og hefur það sigrað í þeim öllum. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir gerði þrjú marka Íslands og þær Sigrún Árnadóttir og Sólveig Smáradóttir sitt markið hvor.

Ísland er með 12 stig, Nýja-Sjáland 9, Eistland 6, Rúmenía 3, Suður-Afríka og Tyrkland ekkert stig. Ljóst er að íslenska liðið hefur tryggt sér sæti í 3. deild heimsmeistaramótsins með þessum árangri sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert