Reykjavíkur-Þróttur jafnaði metin

Hörð barátta við netið í leiknum í kvöld.
Hörð barátta við netið í leiknum í kvöld. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Þróttur úr Reykjavík vann Þrótt frá Neskaupstað, 3:1, í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans í kvöld. Liðin mætast því í oddaleik í Neskaupstað á miðvikudagskvöldið.

Þróttur N. vann fyrstu hrinuna 25:21 en Reykjavíkur-Þróttur sneri blaðinu við og vann hinar þrjár hrinurnar allar með sama mun, allar með 25:23.

Ítarlega frásögn af leiknum er að finna á fréttavefnum Austurglugginn, smellið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert