Ragnar Ingi og Jón Margeir halda áfram að bæta sig

Jón Margeir og Ragnar Ingi við sundlaugina í Tékklandi.
Jón Margeir og Ragnar Ingi við sundlaugina í Tékklandi.

Ragnar Ingi Magnússon og Jón Margeir Sverrisson héldu áfram að bæta sig á lokadegi sundkeppni heimsleika þroskaheftra í Tékklandi í morgun. Hvor um sig tók þátt í tveimur greinum og bættu þeir fyrri tíma sína í öllum greinum verulega.

Ragnar Ingi varð í 20. sæti í 50 m flugsundi á 35,14 sekúndum en átti áður best 39,12. Þá var hann í 16. sæti í 200 m skriðsundi á 2.24,69 mínútum. Áður hafði Ragnar Ingi synt vegalengdina á 2.28,71.

Jón Margeir hafnaði í 12. sæti í 50 m flugsundi á 31,13 sekúndum. Fyrir átti hann best 31,77. Jón Margeir varð einnig í 12. sæti í 200 m skriðsundi á 2.21,71. Hann bætti sig sinn fyrri árangur um rúmar sex sekúndur.

Ragnar Ingi og Jón Margeir kepptu í sjö greinum hvor á heimsleikunum. Þeir bættu sinn fyrri árangur í öllum sundum. Þeir eru aðeins 17 ára gamlir og eiga eflaust eftir að láta frekar að sér kveða á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert