Heiðar íþróttamaður ársins 2011

Heiðar Helguson, íþróttamaður ársins 2011.
Heiðar Helguson, íþróttamaður ársins 2011.

Heiðar Helguson knattspyrnumaður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Queens Park Rangers var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna í hófi samtakanna á Grand Hótel í Reykjavík.

Heiðar, sem er 34 ára gamall, er markahæsti leikmaður QPR í ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili og fyrri hluta ársins var hann í stóru hlutverki þegar félagið vann sér sæti þar með því að vinna B-deildina.

Eftirtalið íþróttafólk varð í 15 efstu sætunum í kjörinu:

1. Heiðar Helguson, knattspyrna
2. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir
3. Jakob Örn Sigurðarson, körfuknattleikur
4. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna
5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna
6. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna
7. Aron Pálmarsson, handknattleikur
8. Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir
9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handknattleikur
10. Ólafur Björn Loftsson, golf
11. Þormóður Árni Jónsson, júdó
12. Björgvin Páll Gústavsson, handknattleikur
13. Arnór Atlason, handknattleikur
14. Hafþór Harðarson, keila
15. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, handknattleikur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert