Guðmundur Árni samdi við Mors-Thy

Guðmundur Árni Ólafsson.
Guðmundur Árni Ólafsson. Ljósmynd/Bjerringbro-Silkeborg

Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Guðmundur Árni hefur undanfarin ár leikið með Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni og var m.a. í silfurliði liðsins í deildinni fyrir ári.

Samningur Guðmundar Árna er til eins árs. „Ég er afar sáttur við samninginn og að fá tækifæri til þess að leika áfram í dönsku úrvalsdeildinni,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Morgunblaðið. Hann lék með Haukum frá 2009 til 2011 að hann flutti til Danmerkur en Guðmundur lék í yngri flokkunum og upp í meistaraflokk með Selfossi.

„Forráðamenn Mors-Thy höfðu fylgst með mér um nokkurt skeið en skömmu eftir áramótin höfðu þeir samband við mig og vildu gera mér tilboð og nú eru þau mál í höfn. Ég verð fyrsti hægri hornamaður liðsins og fæ þar með væntanlega fleiri tækifæri til að spila en hjá Bjerringbro/Silkeborg,“ sagði Guðmundur Árni sem mátti sætta sig við að fá færri tækifæri með liðinu á síðasta keppnistímabili en hann vildi.

Nánar um málið má lesa í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert