Tókýó heldur ÓL 2020

Ólympíuleikarnir árið 2020 verða haldnir í Tókýó í Japan. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu á þingi Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, Buenos Aires í kvöld. Istanbúl og Madríd sóttust einnig eftir að halda leikana.

Tókýó hafði betur í annarri umferð þegar greidd voru atkvæði á milli umsóknar Tókýó og Istanbúl. Umsókn Madrídar fékk fæst atkvæði í fyrstu umferð og en þá fengu Tókýó og Istanbúl jafnmörg atkvæði.

Ólympíumót fatlaðra fer einnig fram í Tókýó 2020, nokkrum vikum eftir að Ólympíuleikunum lýkur.

Sumarólympíuleikar voru haldnir í Tókýó 1964.

Þetta er í annað sinn sem umsókn Madrídar fær ekki nægan hljómgrunn. Spánverjar sóttust einnig eftir að halda leikana 2016 þegar þeir féllu Río de Janero í skaut.

Jacques Rogge forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar tilkynnti að Tókýó hafi orðið …
Jacques Rogge forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar tilkynnti að Tókýó hafi orðið fyrir valinu sem gestgjafi Ólympíuleikana 2020. AFP
Japanska sendisveitin á þingi IOC í Buanos Aires fagnar niðurstöðunni …
Japanska sendisveitin á þingi IOC í Buanos Aires fagnar niðurstöðunni en Tókýó heldur ÓL 2020. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert