Ásgeir sigraði á Inter Shoot í Hollandi

Ásgeir Sigurgeirsson skotmaður
Ásgeir Sigurgeirsson skotmaður Árni Sæberg

Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í úrslitunum í dag á Inter Shoot í Hollandi eftir harða rimmu við keppinauta sína.

Hann endaði með 197,2 stig í úrslitum en Adrian Simms frá Englandi kom á hæla hans með 195,0 stig.

Í undankeppninni skaut Ásgeir 582 stig. 

Nú heldur Ásgeir til Ítalíu í æfingabúðir með ítalska landsliðinu í skotfimi en liðið er núverandi heimsbikarmeistari í Loftbyssu og Evrópumeistari í Fríbyssu. Einnig er silfurverðlaunahafi frá síðustu Ólympíuleikum  innan raða liðsins svo og Evrópumeistari í Fríbyssu. Það er því enginn smáheiður fyrir Ásgeir að fá tækifæri að æfa með þeim bestu í heiminum í dag.

Ásgeir mundar skammbyssuna í keppni í London.
Ásgeir mundar skammbyssuna í keppni í London. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert